Flugvellir 20, 230 Keflavík
138.600.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
1 herb.
690 m2
138.600.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Atvinnueign kynnir til sölu: 690 m2 atvinnuhúsnæði við Flugvelli 20 í Reykjanesbæ. Byggingin er einnar hæðar iðnaðarhúsnæði með millilofti.

Um er að ræða tvö samliggjandi bil.
Stærra bilið. 413,7m2 (neðri hæð 331,2m2 og efri hæð 82,5m2)
Minna bilið 276,3m2 (neðri hæð 220,8m2 og efrið hæð 55,5m2)
Samtals 690 m2

Nánari lýsing:
Fullbúið hús að utan, komin rafmagnstafla og lýsing í sal og starfsmannarýmum með öllum lagnastigum.  Hita og vatnslagnir komnar (ofnar og blásarar). Fullbúin kaffistofa/eldhús ásmat snyrtingu. Veggur á milli millilofts og aðalsalar uppkomin með stálstiga á milli hæða og eldvarnardyrum. Vinnulýsing á millilofti. Innveggjaeiningar fyrir milliloftið fylgja en óuppsettar sem gefur kaupanda sveigjanleika að breyta innra skipulagi á millilofti eða nota milliveggjaeiningaarnar til að setja upp veggi á neðri hæð t.d. fyrir skrifstofu eða söluaðstöðu. Uppsett eldvarnarkerfi með öllum nemum, tilbúið að tengja við vöktun hjá Securitas. 
Stálvirki er eldvarnarmálað, gólf lögð vönduðu gólfefni (700 gólf frá SS Gólf ehf) 7 gólfniðurföll. Uppsettur flóttastigi fyrir efri hæð og brunakefli í aðal salnum ásamt skolvaski. Hita og rafmagnsinntök eru sér fyrir hvert bil, en aðvelt að sameina báðar sölueiningarnar í eitt húsnæði. 3 inngangar sem gefur mikla möguleika til frekari innréttinga fyrir mismunandi rekstur. 

Burðarvirki er járnbent steinsteypa í sökklum og botnplötu, burðarvirki ofan botnplötu er úr stáli klætt 80mm steinullar samlokueiningum, stálkæddum beggja vegna. Skilveggir á milli eigna eru úr 80mm steinullareiningum EI60. Ábræddur þakpappi lagður ofan á samloku þakeiningarnar. Innveggir eru hefðbundnir gipsveggir. Galvaniseraðurtálstigi á milli hæða. Byggingin skilast fullkláruð að utan, með  máluðum bílastæðum, lýsingu utan á húsinu, rafmagnsrör lagt út að innkeyrslu fyrir síðari tengingu á skilti eða opnanlegu hliði. Snjóbræðslulögn 1,5mtr út frá öllum hliðum húsins. Lóðin verður öll malbikuð. PVC Gluggar og hurðir frá M&S Pomorska, rafdrifnar iðnaðarhurðir frá Betidom . Litur hús ljósgrátt, skyggni, gluggar og allar hurðir koks grátt RAL7016 .Þakrennur og niðurföll fullfrágengið. Gólfplata skilast vélslípuð með minnst 3-4 niðurföllum sem tengjast olíu / sápugildrum. Eignir er laus til afhendingar við kaupsamning.

Salarhæð er minnst 6 metrar og mest 9 metrar.
Væntanlegir kaupendur yfirtaka vsk-kvöð á eigninni.
Stærð lóðar er 5.021,5 fm með 54 bílastæðum.

Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafr. í síma 898 5599 eða [email protected]

Á vefsíðu okkar getur þú fundið fleiri eignir sem og kynnt þér þjónustu Atvinnueigna ehf, www.atvinnueign.is

               - Atvinnueignir eru okkar fag -  


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupana:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati (0,4% af fyrstu eign), lögaðili greiðir 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á heimsíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.